Námskeiðslýsing:

Fjallað er um lög og reglur um heilbrigðisstarfsmenn og rekstrarumhverfi helbrigðisþjónustu, siðareglur og starfsleyfi Embættis landlæknis. Ígrundað er gæðaeftirlit, kynnt fyrirkomulag skráningu sérsmíðaðra lækningatækja og gildi upprunavottorða. Rætt er um samskipti, teymisvinnu og vinnuumhverfi. Farið er í hagnýt atriði sem snúa að sótt- og smitvörnum á starfsvettvangi tannsmiða, áhrif sóttvarnarefna á mátefni og kenndur frágangur lækningatækja til lokaskila.

Hæfniviðmið:
  1. Efli fagvitund sína og þekki gildandi lög og reglugerðir um heilbrigðisstarfsfólk, rekstur heilbrigðisþjónustu og siðareglur.
  2. Geti notað gæðaeftirlit og skráningar og beitt í eigin starfi.
  3. Þekki sótt og smitvarnir, víxlmengun og áhrif sótthreinsiefna á mátgæði og framleiðslu lækningatækja, og hagnýti í starfi sínu.
  4. Noti fagþekkingu, teymisvinnu og samstarf til að efla eigin fagmennsku í starfi.