Í námskeiðinu er sögu Rússlands á tuttugustu öld gerð skil. Megináherslan er á byltinguna 1917, Sovétríkin (1922-1991) og helstu skeið í sögu þeirra. Talsverð áhersla er á tíð Stalíns, iðnvæðingu og samyrkjubúskap ásamt Hreinsununum miklu. Einnig verður fjallað um sovéskt samfélag og menningu eftir daga Stalíns og „stöðnunartíð“ Brezhnev-tímabilsins. Þá er fjallað um alþjóðlega stöðu Sovétríkjanna, þar á meðal hugmyndafræðileg áhrif Sovéska kommúnistaflokksins og Alþjóðasambands kommúnista.

Helstu markmið námskeiðsins eru að nemendur

  • -      öðlist góða almenna þekkingu á samtímasögu Rússlands og sögu  Sovétríkjanna
  • -      auki skilning sinn á inntaki og þýðingu Rússnesku byltingarinnar
  • -      átti sig á samhengi atburða og tímabila í sögu Sovétríkjanna
  • -      verði færir um að lesa í rússneskt samfélag samtímans í ljósi sovétsögunnar
  • -      öðlist skilning á tengslum Sovétríkjanna og heimskommúnismans