Framhjáhald og morð, mannát og sifjaspell, örlög og ábyrgð, maður og
guðdómur: umfjöllunarefni þessa námskeiðs er goðsögur og trúarbrögð
Grikkja og Rómverja. Lesið verður úrval úr grískum og latneskum
bókmenntum í þýðingu en ekki er gert ráð fyrir þekkingu á frummálunum. Í
námskeiðinu reynum við að átta okkur á margbreytileika fornra goðsagna,
eðli þeirra og tilgangi og tengslum þeirra við trúarbrögð, heimspeki,
bókmenntir og listir, sagnaritun og stjórnmál fornmanna. Einnig verður
fjallað um fræðilegar nálganir nútímans.
- Kennari: Geir Þórarinn Þórarinsson